Þjónusta

Hvað getum við gert fyrir þig?

Með því að koma að hverjum þætti uppbyggingar fjarskipta- og lagnakerfa, allt frá hönnun að uppsetningu og rekstri, er markmið Lýsis að styðja við hönnuði, verkkaupa og verktaka á faglegan hátt til að tryggja hagkvæmar niðurstöður.

Lýsir tekur að sér hlutverk ráðgjafans í samvinnu við samstarfsaðila, með kynningum, námskeiðum og ábyrgðarþjónustu við þær lausnir sem félagið býður.

Lýsir tekur m.a. að sér eftirfarandi verkefni:

  • Hönnun fjarskipta- og tölvulagnakerfa í byggingar ásamt efnisútvegun.  Fjarskiptalagnakerfi í byggingum eru að öllu jöfnu innan við 15% af heildarkostnaði tölvukerfa, engu að síður hefur það verið tilhneiging markaðarins að spara þegar kemur að lagnahlutanum.
  • Hönnun, útvegun efnis og uppsetning búnaðar fyrir dreifingu farsímaþjónustu, talstöðvafjarskipta, t.d. TETRA, og útvarpsstöðva, fyrir stórar byggingar, jarðgöng og aðra staði og önnur svæði þar sem krafa er um að alltaf sé tryggur aðgangur að þessum þjónustuliðum.

 

Valmynd

Hafa samband