Hver er munurinn á Cat6A UTP og F/UTP

Til eru tvær megin gerðir af Cat6A strengjum, óskermaðir (UTP) og skermaðir (F/UTP) eða (U/FTP) munur þessara strengja er að F/UTP er með skermingu utan um öll fjögur pörin en í U/FTP útfærslu er hvert par skermað.

 

CAT6A UTP

Cat6A UTP er byggður upp á þann veg að leitast er við að lágmarka ANEXT (ANEXT er mæling á milliheyrslu milli strengja). Það kallar á þykkari kjarna (23 AWG að lágmarki), þéttari snúning á pörum og lengra bil milli strengja. Einnig þarf aðskilnaður eða bil milli para í strengnum sjálfum að vera meiri og sama skapi þykkari kápa. Afleiðingar þessa þátta hafa í för með sér að UTP strengir eru mun þykkari en FTP eða um 8-12mm. Þessi aukna þykkt hjálpar til við að lágmarka ANEXT og halda jafnvægi í kerfinu. En jafnvel þó vel sé farið að uppsetningu á Cat6A UTP kerfi þá kemur það aldrei í veg fyrir ANEXT í slíkum kerfum.

 

Samkvæmt stöðlum (ISO 11801 og EN 50173) þá hjálpar allur aðskilnaður strengja áhrif ANEXT og er því mikilvægt að strengir séu lagðir mjög lauslega í kapal- eða netbakka á eins óreglulegan hátt og kostur er. Því er ekki hægt að leggja CAT6A UTP kerfi eins og við höfum gert um árabil með Cat5e kerfi þar sem strengir eru lagðir saman og bundnir í kippum með snyrtilegum hætti. Ef bundnir eru saman t.d. 6 strengir og ANEXT mæling framkvæmd væru áhrifin slík að kerfið mundi aldrei virka sem skildi. Prófanir á ANXT er ákaflega tímafrekt ferli en afar nauðsynlegt í UTP kerfi. ANEX prófun á einum streng ef það er framkvæmt samkvæmt EN 50174 getur tekið allt að 50 mínútur ef um er að ræða 24 strengi sem fara sömu lagnaleið.

CAT6A F/UTP

Í Cat6A F/UTP skermuðu kerfi er ekki nauðsynlegt að mæla ANEXT, ráðlagt er að gera prófanir á nokkrum strengjum til að sýna fram á að skerming kerfisins er fullnægjandi. Í slíkum kerfum er mikilvægt að hrein jörð sé lögð að dreifiskápum og þannig einangruð frá rafmagns jörðinni sem getur yfirfært óhreinindi (Noise) í lagnakerfið. Skerming kerfisins kemur ss. í veg fyrir að merkið leki út úr strengnum hvort sem er á milli para eða strengja. Prófanir sýna glögglega að FTP kerfi í Cat6A skilar mun betra kerfi eða allt að 20dB meiri styrk á merki en UTP í 10-GbE virkni.

Kostir FTP kerfis umfram UTP

Hér er samantekið helstu þættir sem rökstyðja FTP umfram UTP

  1. Skerming einfaldar uppsetningu og einfaldar prófanir
  2. Eykur rekstraröryggi til muna og tryggir virkni
  3. Léttara, einfaldara, ódýrara og minni lagnaleiðir
  4. Mun styttri uppsetningatími
  5. Einfaldar aðskilnað milli annara kerfa í bygginguni