Hvað er Lýsir?

Verkefni

Lýsir er félag sem er sérhæft á sviði fjarskipta- og lagnakerfa, allt frá hugmynd að fullfrágengnu kerfi í samstarfi við samstarfsaðila.

Sameinaðir kraftar einstaklinga með langa og víðtæka reynslu koma saman hjá félaginu þar sem hver einstaklingur leggur sín lóð á vogarskálarnar.  Útkoman er félag sem kemur að flestum sviðum tengdum fjarskiptalögnum og fjarskiptakerfum.  Mikil þróun hefur átt sér stað undanfarin ár á þessum sviðum og er ekki séð fyrir endann á ört vaxandi bandvíddarþörf í fjarskiptakerfum.

Meðal verkefna sem starfsmenn Lýsis hafa annast, má nefna þessi:

  • Hönnun og verkefnastjórnun ljósleiðarakerfis fyrir Rangárþing eystra.  1. áfanga verkefnisins lauk árið 2017 og er áformað að ljúka 2. áfanga árið 2018.
  • Hönnun og verkefnastjórnun ljósleiðarakerfis fyrir strjálbýli í Snæfellsbæ, verklok eru áætluð á 3. ársfjórðungi 2018.
  • Hönnun og verkefnastjórnun ljósleiðarakerfis fyrir strjálbýli í Grundarfjarðarbæ, verklok eru áætluð á 3. ársfjórðungi 2018.
  • Hönnun og verkefnastjórnun dreifikerfa fyrir fjarskipti í virkjanir, jarðgöng og ýmsar stærri byggingar.

Valmynd

Hafa samband